Topphegðun

Skilgreining á topphegðun

Mörgum í samtökunum finnst gagnlegt að skrifa lista yfir hegðun með jákvæðum persónulegum eiginleikum sem næra og uppfylla, færa okkur heilbrigða ánægju, þroska og bæta gæði lífsins. Að skuldbinda okkur til að ástunda þá hegðun getur fyllt upp í tímann sem við sóuðum áður í fíknina og hjálpað okkur til að þroskast andlega.Nokkur dæmi: 
• Biðja og hugleiða 
• Fara út úr húsi á hverjum degi 
• Sinna mér (til dæmis: bursta tennurnar…)
• Tala við trúnaðarmann áður en ég afþakka boð um félagslíf 
• Standa við að mæta (á stefnumót, fundi, o.s.frv.)
• Spila á hljóðfæri 
• Fara á námskeið 
• Hreyfa mig 
• Njóta náttúrunnar 
• Skapa 
• Biðja um hjálp og stuðning frá vinum 
• Taka frá tíma fyrir félagslíf, félagsskap og nánd
• Staðfesta og styrkja upphátt á hverjum degi
• Hringja í nógu marga til þess að tala raunverulega við einhvern, ekki bara nota skilaboð 
• Stunda leiki eða íþróttir með öðru fólki